Mikilvægt hlutverk í samfélaginu
Iðnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Margar af grunnþörfum mannkynsins eru uppfylltar með vinnu iðnaðarmanna. Á Norðurlöndum eyðir fólk mestum tíma innandyra, sem er mögulegt vegna vinnu iðnaðarmannanna sem reisa byggingarnar sem fólk dvelur í. Norðurlöndin eru tengd saman með samgöngumannvirkjum á borð við vegum, brúm og höfnum, sem eru líka verk iðnaðarmanna. En byggingariðnaðurinn á líka stóran þátt í losun gróðurhúsalofttegunda og ber ábyrgð á stórum hluta hráefnanotkunar samfélagsins.
Horft til baka
Á árum áður var endurnotkun stunduð víða. Hlutfallið á milli launakostnaðar og byggingarefna var mjög ólíkt því sem er í dag: Efnin voru hlutfallslega mun dýrari en vinnutíminn mun ódýrari. Það gat því gat borgað sig að eyða tíma í að hreinsa, gera við og endurnota efni frekar en að kaupa ný. Stundum voru ný efni jafnvel alls ekki fáanleg.
Almennt séð þá var fjárhagslegur hvati í endurnotkun efna og í sumum tilfellum var hún líka einfaldlega nauðsynleg.
Í nútímanum
Frá og með iðnbyltingunni lækkaði byggingarefni í verði vegna þess að fjöldaframleiðsla varð möguleg og samgöngur urðu betri. Á sama tíma minnkaði þörfin fyrir endurnotkun. Þar af leiðandi hefur endurnotkun byggingarefna verið mun minna stunduð undanfarin ár en áður.
Í dag er endurnotkun byggingarefna aftur orðin mikilvæg. Jafnvel þótt endurnotuð efni séu ekki alltaf ódýrari en ný efni, er endurnotkun byggingarefna orðin hluti af stjórnmálaumræðu samtímans, þar sem hún getur hjálpað til við að leysa fjölda vandamála, svo sem loftslagsbreytingar, hráefnaskort og náttúruspjöll.
Þess vegna er mikilvægt að hin nýja kynslóð iðnaðarmanna læri að byggja úr endurnotuðum efnum, svo að byggingariðnaðurinn geti lagt sitt af mörkum til sjálfbærara samfélags.
Hvað vil ég að gera með fagið mitt?