4. Hlutverk iðnaðarmannsins

Markmið þessarar æfingar er að veita innsýn og skilning á hlutverki og mikilvægi iðnaðarmannsins í samfélaginu.

Handbók kennara:

4. Inngangur_IS.docx

En mand i shorts med et værktøjsbælte.

Mikilvægt hlutverk í samfélaginu

Iðnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Margar af grunnþörfum mannkynsins eru uppfylltar með vinnu iðnaðarmanna. Á Norðurlöndum eyðir fólk mestum tíma innandyra, sem er mögulegt vegna vinnu iðnaðarmannanna sem reisa byggingarnar sem fólk dvelur í. Norðurlöndin eru tengd saman með samgöngumannvirkjum á borð við vegum, brúm og höfnum, sem eru líka verk iðnaðarmanna. En byggingariðnaðurinn á líka stóran þátt í losun gróðurhúsalofttegunda og ber ábyrgð á stórum hluta hráefnanotkunar samfélagsins.

Horft til baka

Á árum áður var endurnotkun stunduð víða. Hlutfallið á milli launakostnaðar og byggingarefna var mjög ólíkt því sem er í dag: Efnin voru hlutfallslega mun dýrari en vinnutíminn mun ódýrari. Það gat því gat borgað sig að eyða tíma í að hreinsa, gera við og endurnota efni frekar en að kaupa ný. Stundum voru ný efni jafnvel alls ekki fáanleg.

Almennt séð þá var fjárhagslegur hvati í endurnotkun efna og í sumum tilfellum var hún líka einfaldlega nauðsynleg.

Í nútímanum

Frá og með iðnbyltingunni lækkaði byggingarefni í verði vegna þess að fjöldaframleiðsla varð möguleg og samgöngur urðu betri. Á sama tíma minnkaði þörfin fyrir endurnotkun. Þar af leiðandi hefur endurnotkun byggingarefna verið mun minna stunduð undanfarin ár en áður.

Í dag er endurnotkun byggingarefna aftur orðin mikilvæg. Jafnvel þótt endurnotuð efni séu ekki alltaf ódýrari en ný efni, er endurnotkun byggingarefna orðin hluti af stjórnmálaumræðu samtímans, þar sem hún getur hjálpað til við að leysa fjölda vandamála, svo sem loftslagsbreytingar, hráefnaskort og náttúruspjöll.

Þess vegna er mikilvægt að hin nýja kynslóð iðnaðarmanna læri að byggja úr endurnotuðum efnum, svo að byggingariðnaðurinn geti lagt sitt af mörkum til sjálfbærara samfélags.

Hvað vil ég að gera með fagið mitt?

Ný lög frá Evrópusambandinu munu hafa áhrif á byggingariðnaðinn á næstu árum. Byggingarfyrirtæki munu þurfa að ráða starfsmenn sem geta unnið á umhverfisvænni hátt. Hingað til hefur þetta ekki verið stór partur af menntun iðnaðarmanna eða faginu, og á komandi árum mun því eftirspurn eftir starfsfólki með þessa færni aukast.

Það eru til margar leiðir til að þróa handverk sitt og möguleikarnir eru stöðugt að breytast vegna þess að við lærum meira og þarfir okkar breytast. Þess vegna er mikilvægt að þú og bekkjarfélagar þínir kynnið ykkur þær kröfur, strauma og stefnur sem eru ríkjandi í dag og hafa áhrif á vinnumarkaðinn sem þið eruð að stíga inn í.

 

Lengd: 45 mínútur

Lestur: 20 mínútur

Verkefni: 25 mínútur

LCA-kröfur

Nú til dags eru gerðar kröfur um lífsferilsgreiningar (LCA) sem leggja áherslu á loftslagsáhrif nýbygginga. Það þýðir að kröfur eru gerðar um hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum megi losna við byggingar. Efnin sem notuð eru í byggingar eru mjög mikilvæg fyrir lífsferilsgreininguna og þar af leiðandi einnig losun gróðurhúsalofttegunda.

Markmiðið er að minnka heildar umhverifsáhrif bygginga. Þegar endurnotuð byggingarefni eru notuð losnar minna af koltvísýringi en þegar ný efni eru notuð. Endurnotuð efni koma því vel út í lífsferilsgreiningum.

Þetta þýðir að iðnaðarmenn í nútíð og framtíð verða að geta unnið með endurnotuð efni í byggingarverkefnum til að uppfylla nýjustu kröfur og þarfir.

Lífsferilsgreiningar (LCA)

Þegar reiknað er út hversu mikil áhrif hver byggingarframkvæmd hefur á loftslagið, eru áhrifin frá öllum þeim efnum sem eru notuð lögð saman, ásamt áhrifum frá byggingarferlinu og rekstri byggingarinnar.

Efni af lífrænum uppruna

Byggingarefni af lífrænum uppruna (e. biogenic) eru unnin úr plöntum - þar á meðal trjám. Plönturnar sem efnin eru unnin úr geta ljóstillífað, sem þýðir að plantan tekur koltvísýring (CO2) inn í laufblöðin, bindur kolefni (C) og losar súrefni (O2). Þannig draga plöntur úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Steinefnarík efni

Byggingarefni sem upprunnin eru úr neðanjarðarbergi, sandi og leir kallast steinefnarík efni. Í flestum tilfellum krefst framleiðsla þeirra mikillar orku.

Líffræðileg fjölbreytni

Þegar talað er um líffræðilega fjölbreytni er átt við fjölbreytni í náttúrunni, bæði fjölda tegunda og fjölbreytni innan tegunda.

 

 

 

 

Iðnaðarmaðurinn hefur valið!

Iðnaðarmenn reisa mannvirki samkvæmt teikningum sem kúnni eða ráðgjafar kúnnans hafa útbúið. Þess vegna hefur iðnaðarmaðurinn sjaldnast bein áhrif á hvaða efni skuli nota í viðkomandi verkefni. Hins vegar getur iðnaðarmaðurinn sjálfur ákveðið hvaða fyrirtæki hann eða hún vill starfa fyrir. Sem iðnaðarmaður getur maður tekið afstöðu og ákveðið að vinna aðeins fyrir fyrirtæki og byggingaraðila sem leggja áherslu á endurnotkun eða aðrar aðgerðir sem stuðla að betra umhverfi.

Samstillt átak meðal iðnaðarmanna um að útfæra mannvirki út frá bestu umhverfislegu sjónarmiðum mun þannig þvinga byggingaraðila til að setja náttúruna í forgang.

Auk þess hafa iðnaðarmenn möguleika á að upplýsa viðskiptavini, samstarfsaðila og fyrirtæki um þær sjálfbærnilausnir sem í boði eru. Samtalið er mikilvægt til að breyta venjum greinarinnar þannig að áhersla verði meðal annars lögð á endurnotkun. 

 

 

Efni af lífrænum uppruna

Kröfur um lífsferilsgreiningar hafa leitt til þess að margir í byggingariðnaði horfa nú meira til byggingarefna af lífrænum uppruna.

Byggingarefni sem eru gerð úr plöntum virka sem kolefnisgeymslur. Þetta kolefni getur losnað aftur sem koltvísýringur við brennslu eða rotnun og þannig stuðlað að meiri loftslagsáhrifum. Þess vegna er skynsamlegt að endurnota efnin eða lengja líftíma þeirra til að varðveita kolefnið í þeim.

 

Steinefnarík efni

Með því að endurnota steinefnarík efni sparast orka sem annars hefði verið notuð til að framleiða nýtt samsvarandi byggingarefni. Byggingarefni úr steinefnum stuðla að auknum loftslagsáhrifum í sjálfu framleiðsluferlinu. Hins vegar hafa þessi efni nær engin áhrif þegar þeim er fargað. Þar sem langstærsti hluti orkunnar er notaður í framleiðsluferlinu, fylgja því miklir kostir við að endurnota byggingarefni úr steinefnum og koma þar með í veg fyrir orkunotkunina sem á sér stað við framleiðslu nýrra efna.

 

Líffræðileg fjölbreytni

Námuvinnsla nýrra hráefna raskar náttúrunni og trjáræktarsvæði eru mjög einsleit.

Þetta er slæmt fyrir líffræðilega fjölbreytni, þar sem líffræðileg fjölbreytni þrífst illa í einsleitri náttúru. Frjóvgun plantna er háð góðri líffræðilegri fjölbreytni, þar sem skordýr af mismunandi tegundum eru ómissandi.

Með því að endurnota og endurvinna efni, minnkar þörfin fyrir framleiðslu nýrra trjáa og námugreftri fyrir framleiðslu byggingarefna. Þannig verður til meira pláss fyrir líffræðilega fjölbreytni.

En mark med grantræer. En grusgrav.

 

Íhugunaræfing (25 mín.)

Í þessari æfingu átt þú að velta fyrir þér og svara eftirfarandi spurningum. Afritaðu spurningarnar yfir í ritvinnsluforrit svo að þú getir auðveldlega skrifað svörin niður. Þú þarft að nota svörin síðar til að kynna þau fyrir bekknum.

Sjálfsvinna (15 mín.):    

  1. Telur þú að byggingariðnaðurinn gegni mikilvægu hlutverki í að skapa sjálfbæra framtíð? Lýstu með þínum eigin orðum hvaða möguleika þú telur að iðnaðarmenn hafi til að stuðla að sjálfbærari byggingariðnaði.
  2. Hvaða tól, aðferðir eða frumkvæði heldur þú að geti hjálpað iðnaðarmönnum til að draga úr gróðurhúsaáhrifum, takmarka notkun hráefna og efla líffræðilega fjölbreytni? Skrifaðu niður að minnsta kosti tvö dæmi.
  3. Ertu opin(n) fyrir því að endurnota byggingarefni í þínu fagi? Af hverju eða af hverju ekki?
  4. Er eitthvað sem þú ert óviss með eða skilur ekki í því sem þú hefur nýlega lært um byggingarefni og endurnotkun?

Heildar samantekt (10 mín.):

  1. Greindu frá því hvaða tól, aðferðir og frumkvæði þú telur vera best.
  2. Er einhver sem er ekki tilbúin/n til að vinna með endurnotkun? Af hverju? Ræðið saman í bekknum.
  3. Er eitthvað sem reyndist þér flókið eða sem þú þarft nánari útskýringar á?