Það er ýmislegt sem við getum gert til að draga úr umhverfisáhrifum:
1. Draga úr neyslu: Fyrst og fremst verðum við að draga úr neyslu okkar. Minni neysla mun þýða minna álag á umhverfið. Þessu er meðal annars hægt að ná fram með því að framleiða vandaðri og endingarbetri vörur og með því að nota þær lengur, svo að við þurfum ekki jafnoft að framleiða nýjar vörur.
2. Endurnotkun og endurvinnsla: Önnur nálgun er að skipta úr línulegu hagkerfi, þar sem við framleiðum, neytum og hendum, yfir í hringrásarhagkerfi, þar sem við endurnotum eða endurvinnum auðlindirnar í nýjar vörur í stað þess að henda þeim.
3. Endurnýjanleg orka: Við þurfum að nota minna af jarðefnaeldsneyti (s.s. olíu og kolum) og í staðinn nota endurnýjanlega orku (s.s. vatns-, vind- og sólarorku). Þannig verður orkan sem er notuð við framleiðslu og flutninga á vörum minna skaðleg fyrir loftslagið.
4. Draga úr hættulegum efnum: Þar að auki getum við minnkað útblástur á umhverfisskaðandi efnum. Þessu er m.a. hægt að ná fram með því að nota færri skaðleg efni í framleiðsluferlinu eða skipta þeim út fyrir efni sem eru mildari fyrir náttúruna.