2. Endurnotkun og endurvinnsla - Samtal innan bekkjarins

Í þessari æfingu ætlar þú að vinna með hugtökin endurnotkun og endurvinnsla með það að markmiði að skilja hugtökin, beita þeim og öðlast skilning á muninum á þeim.

Handbók kennara:

2. Inngangur_IS.docx

En collage med forkellige byggematerialer.

Endurnotkun eða endurvinnsla?  

Hvernig veit maður hvort byggingarefni sem hafa verið notuð áður séu endurnotuð eða endurunnin?

Grundvallaratriðið er hvort að efnið sé notað til sömu þarfa og í upphafi, eða hvort efnið sé meðhöndlað þannig að það geti nýst til annarra þarfa.  

Munurinn á endurnotkun og endurvinnslu

Það er erfitt að draga mörk á milli þess hvenær er verið að endurnota og hvenær um endurvinnslu er að ræða. Nokkur atriði geta hjálpað til við að greina þar á milli.

Skilgreining á endurnotkun og endurvinnslu

Endurnotkun er þegar tiltekið byggingarefni er aftur látið gegna sama eða svipuðu hlutverki og það var upphaflega notað í, t.d. þegar múrsteinn er notaður aftur sem múrsteinn og timbur er notað aftur sem timbur. Byggingarefnið er þá tekið úr einni byggingu og sett í aðra, þar sem það gegnir sama hlutverki.

Endurvinnsla er þegar efni er breytt og það meðhöndlað þannig að það nýtist í eitthvað annað en það sem það var upprunalega notað í. Þetta getur verið múrsteinn sem er malaður og notaður í vegfyllingu, eða timbur sem er bútað niður og notað sem eldiviður. Þetta er einnig kallað „niðurvinnsla“ (e. downcycling). Efnið fær nýtt „líf“ með nýjum eiginleikum sem gera það hæft fyrir önnur hlutverk. Reyndar er sjaldnast hægt að koma endurunnum byggingarefnum aftur í upprunalegt form þeirra.

Þessar skilgreiningar á nýtingu notaðra byggingarefna eru ekki alveg fullnægjandi. Til dæmis eru tilfelli þar sem notuðum byggingarefnum er breytt í önnur efni, áður en þau eru er endurnýtt í framleiðslu á sams konar byggingarefnum og þau voru upphaflega. Er það endurnotkun eða endurvinnsla? Í slíkum tilfellum þarf að skoða nánar hversu mikið efnið hefur verið meðhöndlað.

Önnur leið til að ákvarða hvort verið sé að endurnota eða endurvinna er að skoða ferlin sem eiga sér stað eftir niðurrif byggingar. Þarna er hægt að greina á milli endurnotkunar og endurvinnslu með því að skipta efnum eftir því hvort hægt sé að flytja þau beint frá niðurrifinu til nýrrar byggingar þar sem þau eru notuð óbreytt (endurnotkun), eða hvort efnin séu flutt frá niðurrifsstaðnum til fyrirtækis þar sem þau eru notuð í framleiðslu á nýju efni (endurvinnsla).

Þetta er sýnt á lífsferilsmyndinni, þar sem endurnotkun er sýnd með leiðinni frá niðurrifi til innsetningar, og endurvinnsla er sýnd með leiðinni frá niðurrrifi til framleiðslu og þaðan til innsetningar.

Bæði í endurnotkun og endurvinnslu eru hráefnin varðveitt. Þar með er dregið úr þörfinni fyrir ný hráefni, eins og sýnt er efst í vinstra horni myndarinnar. Kosturinn við endurnotkun umfram endurvinnslu er líka sá, að þá sparar maður orkuna sem þarf til að meðhöndla efnið og breyta því í eitthvað nýtt.

Lengd: 55 mínútur

Lestur: 15 mínútur

Verkefni: 40 mínútur

Endurnotkun

Hugtakið endurnotkun felur í sér að nota vöru eða hlut aftur, eins og hún er, án þess að breyta formi hennar eða eiginleikum.

Endurvinnsla

Hugtakið endurvinnsla felur í sér að notuð afurð er nýtt til að búa til nýja afurð. Endurvinnsla þýðir að afurðinni er breytt með einhverri vinnslu eða meðhöndlun á upprunalegu afurðinni til að skapa eitthvað nýtt.

Dæmi um endurnotkun

Endurnotkun á sér stað þegar efni er notað aftur við nýjar aðstæður í sínu upprunalega formi.

Gott dæmi um stað sem hefur endurnotað mikið af byggingarefni er danska byggingarverkefnið Upcycling Orangery. Þar hafa 17 tonn af byggingarúrgangi verið notuð til að reisa gróðurskála sem er að öllu leyti úr endurnotuðu efni. Endurunnin steypuefni, timbur, gler og múrsteinar hafa sem dæmi verið notuð.

Endurnotkun efnanna þýðir að tiltölulega lítil orka hefur verið notuð til að vinna þau, samanborið við það sem hefði þurft til að framleiða nýtt efni. Í Upcycling Orangery hefur þannig verið komið í veg fyrir losun 9.300 kg af koltvísýringi með því að endurnota efni.

  • Prófið Flight emission map til að finna út hversu langt er hægt að fljúga fyrir sama magn koltvísýrings.

     

Et rum med store vinduer, en grå murstensvæg, træspær og et bord med stole.
Upcycling Orangery, Álaborg, Danmörk

Dæmi um endurvinnslu

Það kallast endurvinnsla þegar efni er notað í annarri mynd en upprunalega.

Eftirfarandi eru dæmi um endurvinnslu: 
Malaðir múrsteinar eru notaðir sem uppfyllingarefni undir vegi og gangstíga, sem botn undir græn þök, sem íblöndunarefni í steypu eða í framleiðslu á nýjum múrsteinum.

En grusgrav.
Grjótnáma, Danmörk

Timbur, sem er ekki lengur hentugt til annarra nota, er kurlað og notað í göngustíga eða sem eldsneyti til upphitunar.

En bunke med træflis.
Trjákurl

Verkefni - umræða innan bekkjarins (40 mín.)

Nú áttu að leysa nokkur verkefni, þar sem þú átt m.a. að finna dæmi um endurnotkun og endurvinnslu, sem þú ætlar svo að kynna fyrir bekknum þínum. Þú mátt gjarnan nota daglegt líf þitt sem upphafspunkt, en þú mátt einnig nota dæmi sem þú þekkir úr öðrum aðstæðum. Reyndu að finna fimm dæmi - eða bara eins mörg og þú getur.

Þú mátt gjarnan afrita spurningarnar yfir í ritvinnsluforrit, svo að auðveldara sé að skrifa niður svör við hverri spurningu.

1. Lýstu endurnotkun og endurvinnslu (5 mín.)

  • Lýstu með eigin orðum hvað endurnotkun þýðir.
  • Lýstu með eigin orðum hvað endurvinnsla þýðir.

2. Dæmi um endurnotkun og endurvinnslu (10 mín.)

  • Komdu með 5 dæmi um endurnotkun. Þú mátt finna dæmi bæði úr daglegu lífi þínu og faginu þínu.
  • Komdu með 5 dæmi um endurvinnslu.
  • Finndu dæmi þar sem þér finnst erfitt að ákvarða hvort um sé að ræða endurnotkun eða endurvinnslu.

3. Með bekkjarfélaga (10 mín.)

  • Kynntu svörin þín fyrir bekkjarfélaga þínum og öfugt.
  • Veljið 1-2 af bestu dæmunum ykkar um endurnotkun og endurvinnslu. Veljið sameiginlega dæmi þar sem þið teljið að erfitt sé að ákvarða hvort um sé að ræða endurnotkun eða endurvinnslu.
  • Skrifið niður að minnsta kosti þrjú orð eða hugtök (að undanskildum endurnotkun og endurvinnslu), sem þið tókuð sérstaklega eftir, sem þið skilduð ekki að fullu eða sem þið teljið vera sérstaklega viðeigandi fyrir umræðuna um endurnotkun og endurvinnslu.

4. Kynning fyrir bekknum (15 mín.)

  • Deilið lýsingum ykkar á endurnotkun og endurvinnslu og reynið að komast að því hvort bekkurinn sé sammála um muninn á þessu tvennu.
  • Kynnið bestu dæmin fyrir bekknum ásamt dæmi sem er erfitt er komast að samkomulagi um. Reynið að komast að niðurstöðu um hvort um sé að ræða endurnotkun eða endurvinnslu.
  • Deilið því hvaða orð eða hugtök þið völduð.