5. Með eða á móti endurnotkun í byggingariðnaði? - Umræða innan bekkjarins

Umræða um sjálfbæran byggingariðnað og endurnotkun byggingarefna

Reynið að ímynda ykkur að þið séuð að fara að vinna fyrir meistara. Þessi meistari hefur ekki áhuga á að vinna með endurnotkun og endurvinnslu. Í þessu verkefni ætlið þið að búa ykkur undir að rökræða kosti og galla endurnotaðra byggingarefna og sjálfbærra byggingarframkvæmda. Með því að spjalla og rökræða við bekkjarfélaga þína æfir þú þig í að nota fagtungumál, lærir að velta fyrir þér báðum hliðum umræðunnar og storkar um leið þínum eigin skoðunum á endurnotkun og sjálfbærum byggingarframkvæmdum.

Handbók kennara:

5. Inngangur_IS.docx

Umræðuverkefni (45 mín.)

1. hluti (15 mín.)

Í fyrsta hluta verkefnisins vinnið þið í pörum að því að finna rök með og á móti aukinni sjálfbærni. Hlaðið niður skjalinu Viðfangsefni og innblástur” (hér til hægri) og skrifið að minnsta kosti 5 rök með eða á móti sjálfbærni út frá þessum efnum. Reynið að útlista rökin ykkar eins vel og þið getið.

2. hluti (15 mín.)

Kynnið viðfangsefni ykkar fyrir bekknum. Kennarinn skrifar viðfangsefnin á töfluna og útlistar rök ykkar með og á móti sjálfbærni við hvern lið. Þið megið gjarnan koma með mótrök meðan á þessu stendur.

3. hluti (15 mín.)

Nú á hvert ykkar um sig að velja fimm rök sem þið teljið að séu þau sterkustu. Þessi rök geta verið annað hvort með eða á móti sjálfbærni.

Þegar þið hafið valið ykkar rök skulið þið koma saman sem bekkur og ræða rökin sem þið enduðuð á að velja og hvaða þýðingu þau hafa fyrir sjálfbærni.

 

 

Lengd: 45 mínútur

Efni æfingar:

 

Viðfangsefni og innblástur_IS.docx