Yfirlit yfir kennsluefni

Á þessari síðu getur þú fengið yfirlit yfir allt kennsluefnið sem er aðgengilegt á vefsíðunni. Hér getur þú meðal annars skoðað ítarlegt yfirlit yfir efnið, séð öll myndböndin í námskeiðinu og fundið utanaðkomandi efni sem getur veitt þér aukinn innblástur fyrir námskeiðið.

Lisämateriaali

Tämä on luettelo koulutusmateriaaleista, jotka käsittelevät kestävyyttä ja kiertotaloutta rakentamisessa:

Lisämateriaali

Jos olet kiinnostunut lukemaan lisää kartoituksen kriteereistä, löydät lisää tietoa täältä. Lista on viimeksi päivitetty elokuussa 2024. Kirjoita meille, jos listalta puuttuu koulutusmateriaali: nordicsustainableconstruction@sbst.dk

 

Inngangur

Á þessari síðu má finna sjö mismunandi kafla fyrir inngangsnámskeið um sjálfbærni og endurnotkun í byggingariðnaði. Efnið veitir víðtæka kynningu á viðfangsefninu í gegnum fjölbreytt þemu.

Sem kennari geturðu raðað kennslueiningunum eftir þörfum eða kennt þær í réttri röð.

 

Titill 

Lengd

Efni

Innihald

1.        Kynningarmyndband

45 mín.

 

Markmiðið með kynningarmyndbandinu er að þú og bekkurinn þinn verði meðvituð um mikilvægi iðnaðarmannsins í samfélaginu og í umhverfinu.

Byrjið á að horfa á myndbandið sem kynnir ykkur fyrir viðfangsefninu. Undir myndbandinu finnið þið nokkur verkefni sem þið getið leyst síðar.

Myndband og verkefni

 

2.        Endurnotkun og endurvinnsla

55 mín.

 

Í þessari æfingu ætlar þú að vinna með hugtökin endurnotkun og endurvinnsla með það að markmiði að skilja hugtökin, beita þeim og öðlast skilning á muninum á þeim.

Lestur og verkefni

 

3.        Staðreyndir um neyslu

50 mín.

 

Við skulum nú skoða nokkrar staðreyndir um það hvernig neysla okkar hefur áhrif á heiminn. Neysla snýr bæði að því sem þú kaupir og notar í daglegu lífi og að þeim vörum og efnum sem þú notar í vinnunni. Í þessu verkefni notum við texta, myndbönd og myndir um neyslu.

Lestur og verkefni

 

4.        Hlutverk iðnaðarmannsins

45 mín.

 

Markmið þessarar æfingar er að veita innsýn og skilning á hlutverki og mikilvægi iðnaðarmannsins í samfélaginu.

Lestur og verkefni

 

5.        Umræða innan bekkjarins

45 mín.

 

Í þessu verkefni ætlið þið að búa ykkur undir að rökræða kosti og galla endurnotaðra byggingarefna og sjálfbærra byggingarframkvæmda. Með því að spjalla og rökræða við bekkjarfélaga þína æfir þú þig í að nota fagtungumál, lærir að velta fyrir þér báðum hliðum umræðunnar og storkar um leið þínum eigin skoðunum á endurnotkun og sjálfbærum byggingarframkvæmdum.

Umræðuverkefni

 

6.        Hringrás í byggingariðnaði

25 mín.

 

Hér færð þú meiri upplýsingar um meginreglur sjálfbærra byggingarframkvæmda er Nói skoðar hvað felst í hringrás í byggingariðnaði og hvernig hægt er að vinna með valkvætt niðurrif. Þar að auki lærir þú meira um muninn á endurnotkun og endurvinnslu.

Myndband og spurningaþraut

 

7.      Efnisgæði

45 mín.

Hér getur þú lært um það hvernig maður kannar gæði efna og um muninn á nýjum og endurnotuðum efnum. Þar að auki getur þú lært hvernig má byggja þannig að hægt sá að aðskilja einstaka hluta og endurnota þá út frá meginreglunni um „hönnun fyrir aðskilnað“.

Myndband og verkefni

 

Timbur

Á þessari síðu má finna kennsluefni fyrir námskeið um endurnotkun timburs í byggingariðnaði. Efnið veitir víðtæka kynningu á viðfangsefninu í gegnum fjölbreytt þemu.

Sem kennari geturðu raðað kennslueiningunum eftir þörfum eða kennt þær í réttri röð.

 Titill

Lengd

Efni

Innihald

1.        Þekking á timbri

60 mín.

 

 

Á þessari síðu geturðu lært meira um það hvernig timbur getur hjálpað til við að gera heiminn sjálfbærari. Það snýst um að nýta timbrið sem best og eins lengi og hægt er, þannig að við sóum minna, fellum færri tré og höfum minni áhrif á umhverfið – um leið og við tryggjum að við höfum nægt timbur fyrir okkur núna og skóga fyrir komandi kynslóðir.

Lestur og tvö verkefni

 

2.        Hvers vegna að endurnota timbur?

30 mín.

Hér lærir þú meira um hvers vegna við ættum að endurnota timbur. Nói hittir Niels Jakubiak Andersen sem vinnur með endurnotað timbur á nýjan og spennandi hátt í fyrirtækinu NÆSTE.

Myndband og verkefni

 

3.        Hættuleg efni í viðarvörum

45 mín.

 

Á þessari síðu geta iðnnemar lesið meira um hættuleg efni í viðarvörum og neðst á síðunni er spurningakeppni þar sem þeir geta prófað þekkingu þína á svæðinu.

Lestur og spurningakeppni

 

4.        Hönnun fyrir aðskilnað

25 mín.

 

Nú þarftu að læra meira um meginregluna um hönnun fyrir aðskilnað.

Lestur og spurningaþraut

 

5.        Byggingarteikning

2 klst. 40 mín.

 

Í þessari æfingu munt þú útbúa skissur og byggingarteikningar með áherslu á meginreglur hönnunar fyrir aðskilnað.

Nota þarf teikningarnar í næstu æfingu, þar sem smíða skal líkan út frá efni teikninganna.

Lestur og verkefni

 

6.        Vinnsla efna

7 klst.

 

Í þessari æfingu átt þú að búa til líkan með áherslu á hönnun fyrir aðskilnað.

Verkefnið er unnið í framhaldi af verkefninu Byggingarteikning þar sem þú gerðir byggingarteikningar fyrir líkan.

Bygging, ígrundunarspurningar, kynning, endurgjöf og námsmat

 

7.        Löggjöf, brunavarnir og burðarþol

25 mín.

 

Þetta myndband mun kynna þér löggjöf og skilyrði er varða endurnotað timbur.

Myndband og spurningaþraut

 

8.        Hvar er hægt að nota efnið?

3 klst.

 

Í þessari æfingu munt þú velta fyrir þér ýmsum endurnotuðum timburefnum sem koma frá valkvæðu niðurrifi. Þú átt að koma með tillögur um hvernig hægt er að nota efnin í byggingum eða framkvæmdum.

Æfingin er framhald af myndbandinu um Löggjöf, brunavarnir og burðarþol.

Verkefni

 

9.        Meðhöndlun notaðra efna

40 mín.

 

Í þessari æfingu munt þú vinna með meðhöndlun á notuðum timburefnum.

Verkefnið byggir á því að unnið sé með hreint timbur án eitraðra og hættulegra efna.

Lestur og verkefni

 

10.  Af hverju ættum við að endurvinna timbur?

45 mín.

Í þessari æfingu átt þú að rökræða kosti og galla endurnotkunar timburs og nýta alla þá þekkingu sem þú hefur aflað þér hingað til um endurnotkun timburs í byggingariðnaði.

Umræðuverkefni

 

Múrsteinar

Á þessari síðu má finna kennsluefni fyrir námskeið um endurnotkun múrsteina í byggingariðnaði. Efnið veitir víðtæka kynningu á viðfangsefninu í gegnum fjölbreytt þemu.

Sem kennari geturðu raðað kennslueiningunum eftir þörfum eða kennt þær í réttri röð.

 

 Titill

Lengd

Efni

Innihald

1.        Efni og samsetningar

50 mín.

 

 

Myndband um hvers vegna múrefni henta sérstaklega vel til endurnotkunar, sem og mikilvægi efna og samsetninga.

Myndband, lestur, verkefni

 

 

2.        Dæmasafn

65 mín.

Lærðu um muninn á endurnotkun og endurvinnslu með því að lesa fjölmörg dæmi um þetta tvennt. Tilgangurinn er að gefa þér skilning á því hvað felst í endurnotkun og endurvinnslu með því að skoða ýmis dæmi úr bæði byggingariðnaði og daglegu lífi.

Lestur og verkefni

3.        Endurnotkun múrsteina

20 mín.

 

Hér að neðan er að finna frekari upplýsingar um endurnotkun múrsteina og þann umhverfislega ávinning sem henni fylgir.

Myndbönd, lestur

 

4.        Hönnun fyrir aðskilnað

45 mín.

 

Lærðu um hönnun fyrir aðskilnað og kosti þess að byggja með múrsteinum.

Lestur og verkefni

 

5.        Er hægt að endurvinna það?

20 mín.

 

Spurningaþraut um notuð efni: Ættuð þau að fara í endurnotkun, endurvinnslu eða urðun?

Spurningaþraut og samantekt

 

6.        Ratleikur

5 klst.

 

Í þessari æfingu eigið þið að vinna saman í hópum og finna staði í ykkar nærumhverfi þar sem finna má endurnotaða múrsteina. Markmiðið er að kanna möguleikann á að nota þetta efni í nýbyggingar eða endurbætur.

Rannsókn, heimsókn og samræður, samantekt

 

7.        Hannaðu múrsteinsvegg

1 klst. 40 mín.

 

Í eftirfarandi æfingu átt þú að hanna prufu af múrsteinsvegg. Þú munt síðar byggja prufuvegginn og er tilgangurinn því að gefa þér yfirsýn yfir það hvernig skal hanna prufuvegg, hvaða efni á að nota og hversu mikið efni á að nota.

Undirbúningur og verkefni

8.        Uppbygging

4 klst.

 

Nú átt þú að byrja að smíða prufuvegginn sem þú teiknaðir í síðustu æfingu: Hannaðu múrsteinsvegg.

Undirbúningur, verklegt verkefni og samantekt

 

9.        Niðurrif

2 klst.

 

Nú átt þú að byrja að rífa niður prufuvegginn þinn og í leiðinni verður þú að vega og meta erfiðleikana við niðurrif hvers reitar fyrir sig.

Undirbúningur, verklegt verkefni og samantekt

10.  Spilliefni

60 mín.

 

Tilgangur þessarar æfingar er að gefa þér innsýn í tilfelli þar sem múrsteinar geta verið mengaðir og því ekki hægt að endurnota þá.

Undirbúningur, verkefni og lestur

 

11.  Hugtakapróf

30 mín.

 

Tilgangur spurningaþrautarinnar er að efla skilning og rétta notkun nemenda á hugtökum innan endurnotkunar og endurvinnslu.

Spurningaþraut

 

12.  Af hverju ættum við að endurvinna múrsteina?

45 mín.

Í þessari æfingu átt þú að rökræða kosti og galla endurnotkunar múrsteina og nýta alla þá þekkingu sem þú hefur aflað þér hingað til um endurnotkun múrsteina í byggingariðnaði.

Umræðuverkefni

 

Myndband 

Hér er listi yfir öll myndbönd sem fylgja kennsluefninu og hlekkir á myndböndin:

 

Um okkur:

Kynning

 

Inngangur:

1. Kynningarmyndband

6. Hringrás í byggingariðnaði

7. Efnisgæði

 

Timbur:

2. Hvers vegna að endurnota timbur

4. Hönnun fyrir aðskilnað

7. Löggjöf, brunavarnir og burðarþol

 

Múrsteinar:

1. Efni og samsetningar

3. Endurnotkun múrsteina