Til að tryggja að næsta kynslóð iðnaðarmanna geti unnið með endurnotkun byggingarefna verðum við að tryggja að þeir öðlist fræðilega og hagnýta reynslu af endurnotkun og sjálfbærni í gegnum menntun sína - og fyrsta skref þeirrar vegferðar er að norrænir verkmenntaskólar hafi aðgang að réttu kennsluefni.
Markmið Skills4Reuse er að styðja við þróun viðhorfa, þekkingar og hagnýtrar færni, þannig að lærlingar og nemendur á Norðurlöndum öðlist hæfni til að stuðla að hringrás í byggingariðnaði framtíðarinnar.
Teymið á bak við tjöldin
Efnið sem þú finnur á þessari vefsíðu er þróað af Nordic Sustainable Construction í samvinnu við Norion Consult og Þekkingarsetur um handverk og sjálfbærni.
Samstarfsaðilar verkefnisins hafa fengið aðstoð frá Trap Rose & Ekblad ráðgjafarverkfræðingum og líffræðingum, Environice og Kathart og efnið hefur verið prófað í Herningsholm iðnskólanum og Holstebro menntunarsetrinu.
Nordic Sustainable Construction og verkefnið Hæfni til endurnotkunar í byggingariðnaði eru fjármögnuð af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni undir Norrænu ráðherranefndinni.