Verkefni (3 klst.)
Sjálfsvinna: 45 mín.
Skoðaðu myndirnar fjórar vel.
Ímyndaðu þér að þú fáir afhent byggingarefni úr niðurrifi fjölbýlishúss.
Efnin eru eftirfarandi:
- 12 gluggar með einangrunargleri úr viði 920x1240 mm.
- 2 einangrunarhurðar úr viði 900x2100 mm.
- 100 stykki bjálkar 60x110x4800 mm.
- 100 stykki gólffjalir úr gegnheilli eik 20x140x1500 mm.
Byggt á þekkingu þinni úr myndbandinu um Löggjöf, brunavarnir og burðarþol skaltu nú koma með tillögur og hugmyndir að hvers konar byggingum og í hvers konar framkvæmdum má nota efnin:
- Skrifaðu niður hugmyndir þínar og teiknaðu skissur á blað.
- Leitaðu uppi frekari upplýsingar um hvers konar notkun hentar byggingarefnunum best. Það má jafnvel nota efnin saman með öðrum endurnotuðum timburefnum sem þú finnur sjálfur
Í 2-3 manna hópum (105 mín.)
- Skiptið ykkur niður í 2-3 manna hópa og sýnið hvort öðru hugmyndir ykkar og skissutillögur.
- Ræðið um hina ýmsu möguleika, kosti og galla við hugmyndir ykkar og skissur.
- Veljið eina hugmynd sem þið viljið vinna áfram með innan hópsins.
- Haldið áfram að vinna út frá hugmyndinni sem þið völduð og kannið nánar þá helstu möguleika og lagaskilyrði um endurnotkun timburs í byggingarframkvæmdum sem í henni felast. Finnið út hverjir valkostirnir eru og hvar er skynsamlegast að nota efnin.
- Gerið endanlegar skissur út frá hugmyndinni fyrir byggingu eða byggingareiningu.
Kynning og samantekt (30 mín.)
- Kynnið lokahugmyndina og skissutillögurnar ykkar fyrir bekknum og kennaranum.
- Leggið mat á kennslueininguna og komið með tillögur að úrbótum.