Af hverju ættum við að endurnota timbur? - Rökræðuæfing
Ímyndaðu þér að þú hittir húsasmíðameistara sem finnst ekki góð hugmynd að vinna með endurnotkun í byggingariðnaði. Eða að þú hittir húsasmíðameistara sem er ekki meðvitaður um nýjustu kröfur og reglugerðir - eða sem er alveg sama þótt þú og þínir kollegar verði útsettir fyrir spilliefnum í ykkar starfi.
Í þessari æfingu átt þú að rökræða kosti og galla endurnotkunar timburs og nýta alla þá þekkingu sem þú hefur aflað þér hingað til um endurnotkun timburs í byggingariðnaði.
Að tala og rökræða við bekkjarfélaga þína er ætlað að þjálfa þig í að nota tæknilegan orðaforða og fá þig til að íhuga hvaða rök eru til beggja vegna borðsins. Í leiðinni munt þú ögra þinni eigin afstöðu til endurnotkunar og sjálfbærra byggingarframkvæmda.