Af hverju ættum við að endurnota timbur? - Rökræðuæfing

Ímyndaðu þér að þú hittir húsasmíðameistara sem finnst ekki góð hugmynd að vinna með endurnotkun í byggingariðnaði. Eða að þú hittir húsasmíðameistara sem er ekki meðvitaður um nýjustu kröfur og reglugerðir - eða sem er alveg sama þótt þú og þínir kollegar verði útsettir fyrir spilliefnum í ykkar starfi.

Í þessari æfingu átt þú að rökræða kosti og galla endurnotkunar timburs og nýta alla þá þekkingu sem þú hefur aflað þér hingað til um endurnotkun timburs í byggingariðnaði.

Að tala og rökræða við bekkjarfélaga þína er ætlað að þjálfa þig í að nota tæknilegan orðaforða og fá þig til að íhuga hvaða rök eru til beggja vegna borðsins. Í leiðinni munt þú ögra þinni eigin afstöðu til endurnotkunar og sjálfbærra byggingarframkvæmda.

Handbók kennara:

10. Tre_IS.docx

Umræðuverkefni um endurnotkun timburs og sjálfbærar byggingarframkvæmdir (45 mín.)

Hluti 1: Unnið í pörum (15 mín.)

  • Í fyrri hluta verkefnisins átt þú og félagi þinn að koma með rök með og á móti því að vinnu með endurnotkun og sjálfbærni í byggingariðnaði. Sæktu skrána „Viðfangsefni og innblástur“ hér hægra megin og skrifaðu að minnsta kosti 5 rök með eða á móti sjálfbærni út frá þessum efnisatriðum. Vertu viss um að útskýra rök þín eins vel og þú getur og ekki hika við að skrifa niður mótrökin líka.

2. hluti: Saman í bekknum (15 mín.)

  • Kynntu rökin þín fyrir bekknum. Kennarinn skrifar viðfangsefnin niður á töfluna og skrifar rök þín með og á móti sjálfbærni við hvern flokk. Þér er velkomið að koma með mótrök í leiðinni.

3. hluti: Sem einstaklingur (5 mín.)

  • Nú á hver fyrir sig velja þau 3 rök sem viðkomandi telur best til að mæla með eða á móti endurvinnslu. Þér er velkomið að velja rök sem eru bæði með og á móti. Skrifaðu niður val þitt og skrifaðu setningu um hvers vegna valdir hverja röksemdarfærslu.
  • Hugleiddu hvort þetta séu rök sem þú heldur að þú getir notað? Þyrftirðu meiri þekkingu til að geta notað þau örugglega? Hvað þyrfti til að þú gætir notað þessi rök í umræðum um endurnotkun timburs og sjálfbærar byggingarframkvæmdir?

4. hluti: Saman í bekknum (10 mín.)

  • Kynntu fyrir bekknum hvaða rök þú valdir og hvers vegna þú valdir þau.

Lengd:

u.þ.b. 45 mínútur